Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Það gleður mig mikið að geta lagt Magnúsi Mána og fjölskyldu hans lið með því að safna áheitum til styrktar þessum ótrúlega dreng sem hefur sýnt svo mikla seiglu undanfarin ár.
Magnús Máni er 15 ára íþróttastrákur sem veiktist alvarlega í kjölfar stuttra veikinda sumarið 2023. Bakteríusýking náði alla leið inn í mænuna með þeim afleiðingum að Magnús Máni missti máttinn og alla skynjun frá bringu og niður. Frá því í september 2023 hefur hann verið í gríðarlega mikilli og krefjandi endurhæfingu.
Því miður hefur íslenska heilbrigðiskerfið ekki upp á að bjóða bestu aðstöðu og þjónustu hvað varðar endurhæfingu til að hann geti náð sínu markmiði, þ.e. að ná sér að fullu. Vegna þessa hefur fjölskyldan þurft að leita til erlendra aðila og farið erlendis með tilheyrandi raski á fjölskyldulífið til að ná þeim árangri sem Magnús hefur náð í dag. Jafnframt hefur þessu fylgt mikill kostnaður. Magnús Máni er farinn að ganga með göngugrind og á enn eftir töluverða vinnu til að ná fullum bata.
Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands er því miður aðeins lítið brot af þeim mikla kostnaði við þessa endurhæfingu Magnúsar og þess vegna ætlar fjölskyldan, vinir og aðrir að hlaupa fyrir Magnús í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst 2025 nk. og safna fyrir endurhæfingunni.
Styrktarfélag Magnúsar Mána
Fjölskylda, vinir og þeir sem vilja ætla að hlaupa til styrktar endurhæfingu Magnúsar Mána.
Nýir styrkir