Hlauparar

Arna Rut Arnarsdóttir
Hleypur fyrir Endósamtökin og er liðsmaður í Júní run club
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í byrjun árs greindist ég með endómetríósu. Það var áfall en á sama tíma einhvers konar viðurkenning. Viðurkenning fyrir litlu Örnu sem lá í keng á gólfinu í hverjum einasta mánuði, svo verkjuð að hún gat varla staðið í lappirnar. Ég hélt að ég væri bara að ýkja. Að ég væri of viðkvæm. Að þetta væri bara eitthvað sem allir gengju í gegnum og ég væri að búa þetta til í hausnum á mér.
Endómetríósa er alvarlegur, langvinnur og verkjafullur sjúkdómur sem hefur áhrif á lífsgæði fjölda fólks en samt er hann oft misskilinn, vanmetinn og ranglega normalíseraður. Það getur tekið mörg ár að fá greiningu. Alltof mörg ár.
Þess vegna hleyp ég í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Endósamtökunum. Þau veita fræðslu, hlustun, samstöðu og berjast fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll sem lifa með endó.
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Endósamtakanna. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir