Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

Öll börn eiga skili að hafa leiktæki á sínum leikskóla. Lyngás er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem er rekin af Ás Styrktarfélagi.
Þar eru fötluð langveik börn meðal annars sonur okkar hann Sveinbjörn. Á þessum leikskóla er unnið gífurlega mikilvægt starf og í raun veit ég ekki hvar við værum í dag ef hann væri ekki til. Fólk kannski áttar sig ekki á því en mörg börn eiga ekki heima í hefðbundnum leikskóla og ef við foreldrar barna hefðum ekki deild eins og Lyngás þá væru við eflaust heima með börnin okkar að skólagöngu.
Reykjavíkurborg á plássin og þar sem deildin er rekin af Styrktarfélagi er fjármagnið ekki til staðar fyrir leiktækjum handa börnunum. Ég vil taka það fram að við erum ekki að bæta við leiktækjum eða uppfæra, við erum að safna fyrir FYRSTU leiktækjum fyrir þessa frábæru deild sem hefur verið starfandi í mörg ár! Leiktæki sem eru aðgengileg öllum eru dýr og kosta sitt og draumur væri að börnin á Lyngási gætu farið út í garðinn sinn og notið útivistar og skemmtunar í leiktækjum sem eru sniðin að þeim eins og börn á ÖLLUM öðrum leikskólum landsins. Mér þætti óendanlega vænt um ef þið mynduð leggja þessu mikilvæga verkefni lið og heita á mig fyrir 10km hlaupið <3
Lyngás fyrir börn
Söfnum fyrir sérhæfðri rólu fyrir Lyngás deild Ás styrktarfélags.
Nýir styrkir