Hlauparar

Annarósa Ósk Magnúsdóttir
Hleypur fyrir Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína. og er liðsmaður í Fyrir Magnús Sævar
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið


Ég hleyp - því lífið skiptir máli <3
Þann 23. ágúst 1998 féll pabbi minn fyrir eigin hendi. Þann dag breyttist líf mitt – og líf allra sem þekktu hann – að eilífu.
Þess vegna ætla ég að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst 2025, á 27 ára dánardegi hans, til að styrkja Píeta samtökin og vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og forvarna gegn sjálfsvígum. Píeta veitir ómetanlegan stuðning við fólk í sjálfsvígshættu og aðstandendur þeirra – allan sólarhringinn, allt árið um kring – án endurgjalds.
Með því að styrkja hlaupið mitt hjálpar þú til við að halda þeirri þjónustu gangandi og styður fólk sem þarf mest á því að halda.
Allur stuðningur – stór sem smár – skiptir máli. Takk fyrir að hjálpa mér að hlaupa með hjartanu og minnast pabba með virðingu, þakklæti og krafti.
Fjölskylda Magnús Sævars mun hlaupa sem hlaupahópurinn: Fyrir Magnús Sævar <3
- Annarósa Ósk Magnúsdóttir
Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Píeta samtökin sinna meðferðar- og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Nýir styrkir