Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Stefanía Reynisdóttir

Hleypur fyrir Endósamtökin

Samtals Safnað

5.000 kr.
5%

Markmið

100.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Með því að hlaupa fyrir Endósamtökin hleyp ég fyrir sjálfa mig. Ég greindist með endó eftir amk 7 ár af óútskýrðum verkum og gagnslausum læknatímum. Þrátt fyrir að lýsa skýrum einkennum af endó var enginn læknir sem setti tvo og tvo saman. Það var ekki fyrr en ég lærði sjálf um sjúkdóminn á netinu að ég fattaði að öll einkenni endó ættu við um mig. Þessvegna eru samtök eins og Endósamtökin svo mikilvæg. Með því að miðla upplýsingum um sjúkdóminn gera þau mörgum kleift að hljóta greiningu og í framhaldinu viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Endó er algengur sjúkdómur, um 1 af hverjum 10 konum þjást af honum, en það tekur konur yfirleitt 10 ár að hljóta greiningu. Þessu þarf að breyta og vinnur endósamtökin markvisst að þessu, sem ég vil styðja við með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu.

Endósamtökin

Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Endósamtakanna. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Sóley Reynisdóttir
Upphæð5.000 kr.
ÁFRAM STEFANÍA <3

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade