Hlauparar

Eldey Hrafnsdóttir
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að hlaupa 10km til minningar um elsku Heklu systur mína sem féll frá í nóvember á síðasta ári eftir stutta baráttu við krabbamein. Hekla var algjör hetja í sinni baráttu eins og allir sem berjast við þennan ósanngjarna sjúkdóm.
Mig langar að styrkja Kraft sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Kraftur lýsir sér sjálfum sem klúbbnum sem enginn vill vera í en félagið sinnir mjög mikilvægu starfi, þar er hægt að sækja fræðslu, stuðningshópa og styrki t.d. til lyfjakaupa.
Þegar Hekla greindist síðasta haust skráði hún sig í Kraft og fékk gjafapoka frá þeim með bók, penna, taupoka og fleira. Þrátt fyrir að hafa skráð sig í klúbbinn sem engin vill vera í þá var hún spennt fyrir gjafapokanum og týndi upp hvern hlutinn á eftir öðrum og sýndi okkur. Pokinn kallaði fram bros þann dag og þau voru dýrmæt á þessum tíma. Það eru því ekki bara stóru hlutirnir sem Kraftur og önnur stuðningsfélög gera sem skipta máli, heldur eru líka litlu hlutirnir.
Lífið er núna.
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir