Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Þóra Hallgrímsdóttir

Hleypur fyrir Einstök börn Stuðningsfélag barna og unglinga með sjaldgæfar greiningar

Samtals Safnað

65.000 kr.
43%

Markmið

150.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Ég hleyp fyrir Fróða,  stuðningur skiptir máli!

Í ár ætla ég að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Fróða vin minn, einstakan og glaðlegan 6 ára strák sem fæddist með afar sjaldgæfan genagalla. Með þessu hlaupi langar mig að safna að lágmarki 150.000 krónum fyrir félagið Einstök börn, sem veitir dýrmætan stuðning börnum og ungmennum með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni og fjölskyldum þeirra.

Fróði er hugrakkur og forvitinn. Hann elskar segulkubba, kirkjur, lyftur og tónlistarbox og er sífellt að læra eitthvað nýtt. Lífið hefur fært honum og fjölskyldu hans ýmsar áskoranir, en á þeirri vegferð hafa þau getað leitað til Einstakra barna. Þar hafa þau fundið stuðning, skilning og sterk tengsl við aðrar fjölskyldur í svipaðri stöðu.

Mig langar að styrkja það góða starf sem Einstök börn vinnur. Þú getur hjálpað með því að heita á hlaupið mitt, margt smátt gerir eitt stórt! Allt rennur beint til Einstakra barna og styður starf þeirra.

Takk fyrir stuðninginn.

Einstök börn Stuðningsfélag barna og unglinga með sjaldgæfar greiningar

Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. í dag veitir félagið mikla þjónustu og bíður upp á fræðslur og hópastarf fyrir börn,foreldra og aðra í fjölskyldunni. Það teljast í dag um hátt í 900 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Sjó
Upphæð3.000 kr.
Góða skemmtun - takk.
Salka Sól Sigurjónsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Sibba
Upphæð5.000 kr.
Koma svo , áfram Þóra !!!!🥰
Aðalheiður Dís
Upphæð3.000 kr.
Engin skilaboð
urður ása tjörvadottir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Ylfa
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Una Rán Tjörvadóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Matta
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Brynjar
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Isabella nott Bergþórsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
skorri
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Ína Guðjóns
Upphæð1.000 kr.
Rústar þessu
Ína
Upphæð1.000 kr.
Rústar þessu
Alexandra Marin Sveinsdottir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Kristín Svavarsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Þóra! 💪🩷
Addú
Upphæð5.000 kr.
❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade