Hlaupastyrkur

Hlauparar

Skemmtiskokk

Helena Sól Evensen

Hleypur fyrir Styrktarfélag Mikaels Smára

Samtals Safnað

30.000 kr.
30%

Markmið

100.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Helena Sól ætlar að hlaupa 3 km í skemmtiskokki Reykjavíkur maraþonsins þann 23. ágúst nk. og styrkja elsku besta Mikka sinn, besta frænda í öllum heiminum. 

Mikael Smári er að berjast við ljóta taugahrörnunarsjúkdóminn Louis-Bar syndrome sem veldur því að ónæmskerfin veikjast svo hann verður móttækilegri fyrir allskonar sýkingum og veikindum og er á endalausum sýkla- og lyfjakúrum, sem hindra hann í að fá að ferðast. Ljóti sjúkdómurinn veikir einnig líffæri líkamans og hlekkja Mikka við hjólastól, á meðan eini draumur hans er að fá að koma til Íslands og fara í heitu pottana og sundlaugarnar okkar og borða pizzu. 

Því miður geta peningar ekki hjálpað honum að uppfylla drauminn í þetta sinn, en þrátt fyrir það, þá skiptir hver króna miklu máli í lífsgæða lottóinu hans Mikka og langar Helenu Sól að leggja sitt af mörkum og safna pening fyrir hann og fjölskyldu hans, sem við elskum öll svo heitt ❤️

Elsku vinir, hjálpið henni að hjálpa honum ❤️




Styrktarfélag Mikaels Smára

Mikael Smári er 13 ára sjarmatröll, sem haldin er taugahrörnunar sjúkdómnum ataxia telangiectasia. Sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Mikki er einnig búinn að há hetjulega baráttu við bráða hvítblæði síðustu 2 árin, en sér nú fram á að geta komist til Íslands í langþráð frí! Allt daglegt líf er orðið að mikilli áskorun fyrir Mikka, hann er orðin mjög háður ýmsum hjálpartækjum. Lífaldurinn er ekki hár hjá þeim börnum sem greinast með sjúkdóminn og skiptir mestu máli núna að búa honum sem best líf, búa til minningar og leyfa honum að njóta sín. Sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldu Mikka með greiðslum af hjólastólabíl sem þau hafa til umráða fyrir hann, styrki fyrir ferðalög og annan kostnað sem þarf að leggja út fyrir vegna þeirra hamla sem þau standa frammi fyrir. Við hvetjum hlaupara og aðra stuðningsmenn til að nota myllumerkið #fyrirmikka og #mikkavinafélagið á samfélagsmiðlum :)

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Gunnar Jakobsson
Upphæð10.000 kr.
Flott hjá þér
Ólafur Tómas Guðbjartsson
Upphæð10.000 kr.
Fallegt hjarta að hlaupa fyrir fallegan málstað. Þú ferð létt með þetta Helena <3
Lilja frænka
Upphæð5.000 kr.
Áfram sterka, duglega og flotta Helena Sól! 🥹❤️
Elín Kristinsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade