Hlauparar

Sigurjon Þorkell Sigurjónsson
Hleypur fyrir Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Guðrún systir mín varð fyrir skelfilegu ómennsku ofbeldi af hendi fyrrverandi eiginmanni sínum i danmörku sem er íslendingur. Ofbeldið var andlegt og kynferðislegt, að öðrum orðum mannsal af verstu gerð árum saman. Hún hefur þurft að glíma við verri hluti en skugga helvítis alla daga, hverja stund, mínútu og dag í þessi 7 ár samfleitt í danmörku. Þetta var hennar botn í lífinu og þessi skrímslamartröð fylgir henni enn 8 árum síðar í dag. Og skrímslið gengur laust.
Bjarkahlíð vafði vængjum sínum utan um hana við heimkomu frá danmörku og þau hafa tekið hana algerlega inn til sín og fær Bjarkarhlíð aldrei nægilegar þakkir frá okkur fjölskyldunni og aðstandendum hennar Guðrúnar okkar. Hún er hetjan okkar, stoðin og styttan mín.
Ég tek því fyrsta sinn þátt í reykjavíkurmaraþoni og það er til stuðnings Guðrúnar og Bjarkarhlíð. Við Guðrún og Thelma Líf munum hlaupa saman.
Mér þætti vænt um að þið sýnið þeim stuðning.
Kærar þakkir.
Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
Nýir styrkir