Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!

Við mæðgur ætlum að hlaupa saman fyrir Minningarsjóð Ölla sem er okkur mjög kær. Við hlaupum til heiðurs Ölla og öllum þeim sem sjóðurinn styður – og við vonum að sem flestir sjái sér fært að leggja góðu málefni lið með frjálsu framlagi, stóru eða smáu. Hvert skref okkar í hlaupinu verður líka ykkar skref – að styðja við ungt fólk og hvetja það áfram.
Takk fyrir stuðninginn – sjáumst á hlaupaleiðinni!
Minningarsjóður Ölla
Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem lést af slysförum árið 2000 aðeins 18 ára gamall. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum.
Nýir styrkir