Hlauparar

Katla Hrafnsdóttir
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er liðsmaður í Hlaupið fyrir Heklu
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!



Ég ætla að hlaupa 10km fyrir Heklu tvíburasystur mína sem lést í nóvember síðastliðinn eftir stutta og hetjulega baráttu við krabbamein. Ég hleyp til styrktar Krafti. Hekla var ánægð með hjálpina frá Krafti og þess vegna vel ég að hlaupa fyrir þau.
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Kraftur dreifir boðskapnum ,,Lífið er núna” sem minnir á að lifa í núinu. Lífið er ekki á morgun eða um næstu helgi, það er núna og það er í dag.
Ég veit að Hekla væri mjög ánægð að heyra hversu margir vinir hennar ætla að hlaupa til minningar um hana fyrir Kraft í ár. Ég met þess mikils.
Lífið er núna
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir