Hlaupastyrkur

Hlauparar

Maraþon - Keppnisflokkur

Pétur Ívarsson

Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er liðsmaður í HHHC Boss

Samtals Safnað

0 kr.
0%

Markmið

10.000.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Hlaupið fyrir Kraft – í þetta sinn frá Akureyri, yfir Kjöl og til Reykjavíkur

HHHC Boss hópurinn hleypur 6 maraþon á 6 dögum!

Nú endurtökum við í HHHC Boss hópnum leikinn frá 2023. Árið 2025 hlaupum við aftur frá Akureyri til Reykjavíkur, en í þetta skipti leitum við á hálendið og hlaupum yfir Kjöl.

Við hlaupum fyrir Kraft og viljum tileinka hlaupið okkar öllum ungum fjölskyldum sem hafa þurft að glíma við krabbamein. Við vitum að þessar fjölskyldur njóta ómetanlegs stuðnings og styrks í gegnum starf Krafts. Við viljum gera okkar til að fjölskyldurnar eigi kost á enn meiri stuðningi.

Mánudaginn 18.ágúst verður lagt í hann frá Akureyri og föstudaginn 22. ágúst verður hópurinn kominn til Reykjavíkur. Þetta samsvarar 5 maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. Við munum tileinka hlaup hvers dags einum einstaklingi sem notið hefur góðs af starfi Krafts. Sögurnar þeirra eru ólíkar en áhrifamiklar og við kynnum þær nánar þegar hlaupið hefst.

Sjötta maraþon hópsins verður svo hið eina sanna Reykjavíkurmaraþon þann 23. ágúst. Þann dag er við hæfi að tileinka hlaupið öllum ungum fjölskyldum sem hafa þurft að glíma við krabbamein.

Við viljum þakka stuðningsaðilum okkar fyrir magnaða aðstoð og margvísleg framlög til að gera 6 maraþon á 6 dögum möguleg.

Það þarf von, trú og viljastyrk í glímunni við krabbamein og hið sama má segja um langhlaup. Árið 2023 tókst okkur að safna ríflega 8 milljónum króna til stuðnings Krafts. Við hvetjum alla til að leggja sitt af mörkum nú. Eitt er víst að við munum leggja okkur alla fram og snyrtilegur klæðnaður frá Boss verður alltaf í fyrirrúmi.

Kraftur er gott og þarft málefni!

Boss klæðnaður er snyrtilegur og elegant!

HHHC er hraðasti hlaupahópur landsins og um leið sá fallegasti, a.m.k. ef við erum spurðir!

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Engir styrkir hafa borist enn

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade