Hlauparar

Þórunn Elísa Þórisdóttir
Hleypur fyrir Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa fyrir Blindrafélagið því ég vil styrkja félagið sem bróðir minn tilheyrir. Bjössi greindist með augnsjúkdóm þegar hann var 6 ára gamall, en í dag er hann orðinn 37 ára og er nánast með enga sjón.
Blindrafélagið stuðlar að auknu aðgengi fyrir blinda og sjónskerta hér á landi, þar með talið möguleikann á blindrahundum, en það getur verið virkilega kostnaðarsamt.
Margt smátt gerir eitt stórt❤️
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl – mannréttindasamtök - sem berst fyrir að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
Nýir styrkir