Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ætla að hlaupa fyrir endósamtökin. Að greinast með endometriosis er eitt eftir jafnvel 10 + ár að fá greiningu en að lifa svo með þennan sjúkdóm er annað. Að fá góða greiningu og vera hlustað á mann. Ég þekki þetta sjálf, sem er að reyna lifa með þennan sjúkdóm. Ég fór í legnám á síðasta ári og kom þá í ljós adenomyosis líka. Þannig ég hleyp fyrir mig og stelpurnar mínar og að það verði komið meiri fræðsla fyrir ungar stúlkur/konur á komandi árum.
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Endósamtakanna. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir