Hlaupastyrkur

Hlauparar

Skemmtiskokk

Valdimar Halldórsson

Hleypur fyrir Samhjálp og er liðsmaður í Þrumukisur

Samtals Safnað

41.000 kr.
82%

Markmið

50.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Við erum nokkrir Ráðgjafar sem störfum í deild Atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu sem ætlum að hlaupa 10km til styrktar Samhjálpar í Reykjavíkurmaraþoninu

Í starfi okkar erum við að aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu af hverskyns ástæðum að komast aftur í virkni og út á vinnumarkað. Hluti þeirra sem til okkar leita hafa reynslu af áfengis- og vímuefnavanda.

Flest þekkjum við einhvern sem glímir við áfengis- og vímuefnaröskun og vitum hversu miklu máli það skiptir að í boði sé aðstoð og meðferð líkt og Hlaðgerðarkot býður upp á. 

Jafnframt teljum við Kaffistofu Samhjálpar skipta gríðarlega miklu máli í okkar samfélagi þar sem einstaklingum í erfiðri stöðu býðst að fá heita og næringaríka máltíð alla daga. Því þykir okkur mikilvægt að leggja okkar af mörkum til þess að styrkja þessi mikilvægu málefni.

Samhjálp

Í rúma hálfa öld hefur Samhjálp staðið vörð um þá sem lifa við fátækt og félagslega einangrun, sem oft er afleiðing af langvarandi glímu við fíkn. Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot þar sem pláss er fyrir 30 einstaklinga í meðferð við fíknisjúkdómum, kaffistofu Samhjálpar sem gefur um 100 þúsund máltíðir á ári, ásamt áfanga- og stuðningsheimilum í Reykjavík og Kópavogi. Kaffistofan er opin alla daga ársins og þaðan eru gefnar allt að 250 máltíðir daglega. Heimasíða félagsins er www.samhjalp.is – Við erum jafnframt á Facebook https://www.facebook.com/samhjalp.is og Instagram https://www.instagram.com/samhjalp/?hl=en

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

The International Medical and Dental Hypnotherapy Association
Upphæð15.000 kr.
“Thanks for being such a brilliant and supportive mate.”
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Kristrún Birna Hallsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð10.000 kr.
Vel gert!!!
International Coaching Federation
Upphæð10.000 kr.
"Thank you for being such an exceptional coach

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade