Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Fyrsta Reykjavíkur hlaupið mitt! Ég hef verið áhorfandi og hvatt aðra til dáða undanfarin ár, en í ár ætla ég að hlaupa sjálfur 10 km. Það væri svo bónus ef ég næ að safna einhverju fyrir gott málefni.
Ég ætla að hlaupa fyrir Örninn, sem vinnur frábært starf fyrir aðstandendur sem hafa misst foreldri eða náin ástvin. Ég hef aðeins heyrt jákvæða hluti frá þeim sem ég þekki og hafa notið aðstoðar þeirra.
Örninn - Minningar og styrktarsjóður
Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin. Félagið býður upp á helgardvöl og mánaðarlegar samverur fyrir börn í sorg. Þar vinnum við sorgarúrvinnslu, fáum fræðslu um ýmislegt tengt áföllum og missi ásamt því að hafa gaman saman og njóta lífsins. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.
Nýir styrkir