Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

Magnús Máni er 15 ára íþróttastrákur og góður vinur sem veiktist alvarlega í kjölfar stuttra veikinda sumarið 2023. Magnús hafði verið með háan hita af og til í 2-3 vikur, hálsbólgu og hósta en ekkert athugavert kom í ljós í læknisskoðun viku áður en hann missti skyndilega máttinn og alla skynjun frá bringu og niður. Bakteríusýking hafði náð alla leið inn í mænuna og ollið þar bólgu með þessum alvarlegu afleiðingum.
Frá því í september 2023 hefur hann verið í gríðarlega mikilli og krefjandi endurhæfingu. Markmið hans frá upphafi hefur verið að ná sér að fullu, það markmið hefur ekkert breyst og hefur náðst mikill og góður árangur enda er Magnús Máni með ótrúlegan viljastyrk, þolinmæði og seiglu.
Magnús fékk mikla endurhæfingu hér á landi en fjölskylda hans leituðu að auki út fyrir landsteinana eftir besta mögulega tækjabúnaði í taugaendurhæfingu ásamt sérhæfðri þjónustu til að auka líkur á meiri bata.
Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í kostnaði nema að litlu leyti svo þetta hefur verið þungur róður fyrir þau.
Þess vegna höfum við Védís Gróa ákveðið að hlaupa hálfmaraþon fyrir Magnús Mána. Ótrúlegt hugarfar sem vinur okkar hefur, hann er hetjan okkar🫶🏻
Áfram Magnús Máni!
Styrktarfélag Magnúsar Mána
Fjölskylda, vinir og þeir sem vilja ætla að hlaupa til styrktar endurhæfingu Magnúsar Mána.
Nýir styrkir