Hlauparar

Systur Sigurðar
Hleypur fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar og er liðsmaður í Hlaupahópur í minningu Sigurðar Darra
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við systur Sigurðar ætlum að hlaupa í minningu besta bróðurs okkar og Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Hinrika Salka mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu en Salvör mun hlaupa í Delft, Hollandi þar sem hún stundar nám við Umhverfisverkfræði.
Okkur þætti rosa vænt ef þið sjáið ykkur fært um að styrkja okkur, en við höldum minningu bróður okkar á lífi með því að halda áfram að styrkja Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ein af stofneiningum félagsins. Kallmerki sveitarinnar er SPORI. Sveitin starfar á flestum vettvöngum björgunarstarfs og býr sig þannig undir það að geta brugðist við hvers konar vá, hvort sem er á landi eða sjó. Starfsemina má deila niður í þrjá megin flokka: land-, sjó- og tækjaflokk. Hver starfar á sínu sviði og heldur utan um eigin dagskrá. Félagar sveitarinnar leggja mikið á sig til þess að halda sér, jafnt sem tækjum og búnaði í sem allra besta ástandi svo hægt sé að bregðast skjótt við þegar þörf skapast.
Nýir styrkir