Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að ,,hlaupa" 10 km í Reykjavikurmaraþoni 23. ágúst og reyna að safna smá pening til styrktar Endósamtökunum og taka þátt i vitundarvakningu um þetta ömurlega fyrirbæri Endrometriósu (áður legslímuflakk) sem allt of margar ungar konur þjást af þannig að heilu dagarnir og jafnvel vikur eru ónýtar þrátt fyrir verkjatöfluát auk þess sem sjukdómurinn eykur hættu á ófrjósemi. Ég vona að einhverjir sjái sér fært að styðja málefnið með mér, með þvi að heita á mig. ![]()
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Endósamtakanna. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir
















