Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í fyrsta og eina skiptið tek ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu – til að gefa tilbaka
Frá því að Reykjavíkurmaraþonið hóf göngu sína hef ég aldrei tekið þátt. Í ár ætla ég að breyta til – og taka þátt í fyrsta og eina skiptið. Ástæðan er einföld: Að gefa tilbaka.
Árið 2000 fór ég að leita reglulega til heimilislæknis vegna mikillar þreytu. Ég var send í blóðprufur en ekkert fannst. Eðlilegasta skýringin þá var sú að ég væri ung, þriggja barna móðir í vinnu og námi – og því væntanlega bara þreytt.
En árið 2008 fannst loks ástæða – ég greindist með mergæxli, illkynja krabbamein sem á upptök sín í beinmergnum. Við það breyttist allt. Lífið varð ekki eins og áður.
Síðan þá hef ég barist við þennan óvelkomna gest í 18 ár – með öllum tiltækum ráðum. Allan þennan tíma hef ég notið fjölbreyttrar þjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Ég hef m.a. stundað Qigong, kínverskar lífsorkuæfingar, undir handleiðslu Gunnars Eyjólfssonar leikara í Ráðgjafarþjónustu félagsins. Þessar æfingar hafa hjálpað mér að halda í seiglu og von.
Á þessum árum hef ég kynnst starfsemi Krabbameinsfélagsins frá mörgum hliðum og trú mín styrkist með hverju árinu: Án þessa félags væri staða krabbameinsgreindra í landinu margfalt verri. Félagið stendur fyrir fjölbreyttri og öflugri þjónustu og er nánast alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé og styrki frá almenningi og fyrirtækjum.
Krabbameinsfélaginu verð ég ævinlega þakklát – ekki bara fyrir þann stuðning sem ég hef fengið, heldur fyrir þjónustu þess við þjóðina alla.
Takk fyrir mig – og takk fyrir að styðja.
Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Nýir styrkir