Hlauparar

Aron Gauti Sigurðar
Hleypur fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag og er liðsmaður í Fyrir Úlfheiði Von
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hef ákveðið að hlaupa 21,1 km eða hálft maraþon fyrir Úlfheiði Von frænku mína sem fær aldrei tök á að sjá heiminn í allri sinni mynd! Og vil ég styrkja Gleym mér ei, sem stóð með dáð við bak foreldra Úlfheiðar þau Úlf Kvaran og Thelmu Karen Kvaran Bjarnfinnsdóttur!
Ég vil þakka þeim sem kjósa að styrkja mig og þetta frábæra Styrktarfélag!
Einnig vil ég þakka þeim sem kjósa að standa á hliðarlínunni og hvetja mig áfram og klappa fyrir mér, Kannski standandi með skilti!
Einnig vil ég þakka þeim sem lesa þetta eða bara sjá þetta á netinu og hugsa “Sæll, flottur gaur! Vel gert”!
Einnig myndi ég íhuga að þakka þeim sem hugsa bara “enn einn gaur að detta í þrítugt sem heldur að hann geti hlaupið eitthvað! En ef þið segið það við mig persónulega þá skal ég glaður segja þér allt um öll mín hlaup og sína þér strava! Alveg upp að því marki að þú ert farin að sjá eftir því að hafa sagt eitthvað!
Margt smátt gerir eitt stórt! Eitt skref í einu og sirka 2 tímum seinna er hlaupið búið! Við getum þetta!
Gleym-mér-ei styrktarfélag
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Nýir styrkir