Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Mig langar virkilega til að hlaupa fyrir Líf, styrktarfélag fyrir kvennadeildina á Landspítalanum og gefa þeim örlítið til baka af þeim kærleika og umhyggju sem èg fékk þegar ég lá inni eftir slagæðablæðingu sem kom í kjölfar djúps keiluskurðar. Hver einn og einasti starfsmaður sinnti mér, dauðhræddri og skelkaðri, af alúð og gera enn þar sem ég er í aukinni eftirfylgni ennþá. Mér þætti ótrúlega vænt um að þessi deild, þar sem við sem höfum leg sækjum okkar þjónustu, gæti haldið áfram að gera vel við aðstandendur og þá sem liggja þar inni ❤️❤️
Líf styrktarfélag
Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
Nýir styrkir