Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
“LÍF styrktarfélag vinnur að því að bæta aðbúnað og þjónustu fyrir konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu”
Fyrir um fjórum mánuðum þurfti ég á þjónustu kvennadeildarinnar að halda eftir nokkuð langa og krefjandi fæðingu. Það sem situr eftir hjá mér er hversu mikilvægt starf er unnið á kvennadeildinni alla daga og allt það dásamlega starfsfólk sem hugsaði svo vel um okkur mæðgur í kjölfarið. Ég ætla að hlaupa 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir LÍF og þætti vænt um öll áheit ❤️
Líf styrktarfélag
Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
Nýir styrkir