Hlauparar

Daníel Þór Friðriksson
Hleypur fyrir Minningarsjóður Egils Þórs Jónssonar
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég hleyp fyrir minningarsjóð Egils Þórs. Egill var kær vinur sem kvaddi í lok síðasta árs eftir hetjulega baráttu við krabbamein
Flestir sem þekkja mig vita að ég hef ekkert yndi af hlaupum. En Egill hafði einstakt lag á því að fá mann til að prufa og gera hluti sem maður annars hefði ekki gert. Eitt af því var að hlaupa hálf maraþon RMÍ 2018. Þetta gerðum við með litlum sem engum æfingum og var árangurinn eftir því.
Nú ætla ég að endurtaka leikinn og hlaupa hálft maraþon fyrir Egil. Egill tók öllu í lífinu með jákvæðni og gleði og kenndi mér að miða hátt í lífinu og því finnst mér hálft maraþon verðskulda hálfa milljón.
Ég ætla ætla að hlaupa alveg eins og við gerðum forðum daga; sömu skór, jafn fáar æfingar, sami árangur en vonandi fleiri áheit.
Þegar fætur og sálina verkjar mun ég hugsa til hans en fyrst og fremst hafa í huga þau spöku ummæli sem hann oft sagði.
Fer hratt en fátt sér
Fer hægt og margt sé
- Georg Bjarnfreðarson
Minningarsjóður Egils Þórs Jónssonar
Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Egil Þór Jónsson. Tilgangur sjóðsins er að: 1. Safna og taka á móti framlögum frá einstaklingum og lögaðilum. 2. Veita fjárhagslegan stuðning til eftirlifandi barna og eiginkonu Egils Þórs vegna hvers konar athafna. 3. Veita styrki til einstaklinga og/eða fjölskyldna sem misst hafa maka eða foreldri í blóma lífsins.
Nýir styrkir