Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Hæ fallega fólk.
Ég tók þá ákvörðun að skottast hálft maraþon með það í huga að styrkja Reykjadal.
Reykjadalur hefur frá árinu 1963 verið mikilvægur vettvangur tómstunda og vináttu fyrir fötluð börn og ungmenni. Sumarbúðirnar voru stofnaðar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og hafa í gegnum árin þróast og eflst með fjölbreyttum og sérsniðnum þjónustuúrræðum.
Markmið Reykjadals er að skapa uppbyggjandi og jákvæða upplifun þar sem hver og einn fær að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta er mikilvægur hluti af dvölinni og lögð er áhersla á að gestirnir upplifi sig sem virkan hluta af samheldnum hópi – þar sem öll eru jöfn. Í Reykjadal starfar kraftmikið og hugmyndaríkt starfsfólk sem leggur sig fram við að gera hverja dvöl einstaka og ógleymanlega.
Ef að þið hafið áhuga á að styrkja þessa snillinga væri ég endalaust þakklátur fyrir það.
Reykjadalur - Sumarbúðir
Markmið okkar í Reykjadal er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundartækifæri þar sem börn og ungmenni fá að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta og gleði er mikilvægur þáttur í starfseminni þar sem áhersla er lögð á að öll geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Boðið er upp á sumar- og helgardvalir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal allt árið um kring. Auk þess er boðið upp á Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD, einhverfu og andlegar áskoranir og fjölbreytta samveru og jafningastuðning fyrir ungt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Alls nýta sér um 400 börn og ungmenni úrræði á vegum Reykjadals ár hvert.
Nýir styrkir
















