Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp 10 km fyrir Félag fósturforeldra – styrktu mig!
Í ár tek ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og ætla að hlaupa 10 km til styrktar Félagi fósturforeldra á Íslandi.
Dóttir mín og hennar kona eru fósturforeldrar, og í gegnum þær hef ég fengið þrjú yndisleg fósturbarnabörn inn í líf mitt. Ég veit af eigin raun hversu miklu þetta starf skiptir – bæði fyrir börnin og fjölskyldurnar sem taka þau að sér.
Með því að heita á mig styður þú mikilvægt málefni og hjálpar Félagi fósturforeldra að halda áfram að veita stuðning, fræðslu og hagsmunagæslu fyrir þau sem gegna þessu mikilvæga hlutverki.
Takk fyrir að leggja málefninu lið – öll framlög skipta máli!
Félag fósturforeldra
Félag fósturforeldra gegnir mikilvægu hlutverki í stuðningi við fósturfjölskyldur. Það vinnur að því að bæta líf fósturfjölskyldna með því að veita fæðslu til félagsmanna, stuðla að samvinnu og efla tengslamyndun og jafningafræðslu. Félagið er einnig málsvari fósturforeldra, barna í fóstri og fósturfjölskyldna og vinnur að bættum aðstæðum fyrir hópinn. Að auki vinnur félagið að því að byggja upp jákvæða ímynd fósturmála og fræðir almenning um raunveruleika fósturfjölskyldna.
Nýir styrkir