Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég hef ákveðið að hlaupa heilt Reykjavíkurmaraþon og langar um leið að safna í sjóð til styrktar CCU samtōkunum til minningar um son minn. Þorlák Anton sem greindist með Chrons að verða 16 ára gamall. Sjúkdómurinn lagðist þungt á hann mestan tímann sem eftir var af hans lífi. því lauk 30. júlí 2020. Sjúklingar með meltingasjúkdóma eiga á hættu á að einangrast því veikindin geta valdið svo miklum óþægindum og vanlíðan. Mikilvægt er að huga vel að félagsheilsu þeirra sem verður afar veik í mörgum tilfellum.. Ég verð mjōg þakklát ōllum sem heita á mig með því að leggja fram smá styrk til samtakanna❤️
CCU samtökin
CCU samtökin voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök einstaklinga með Svæðisgarnabólgu - Crohn’s sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa. Helstu markmið samtakanna er að styðja við þá sem greinast og stuðla að aukinni almennri fræðslu. Frekari upplýsingar um samtökin og sjúkdómanna má finna á heimasíðu CCU; www.ccu.is.
Nýir styrkir