Hlauparar

Lárus Páll Sveinsson
Hleypur fyrir Krabbameinsfélagið og er liðsmaður í Team Helga
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Elsku besta mamma mín hún Helga Þórdís Jónsdóttir greindist með krabbamein í lífhimnu fyrir tæpu ári síðan.
Í þessu stóra verkefni hefur mamma sýnt mikið hugrekki og þrautseigju og ég gæti ekki verið stoltari af henni!
Ég ætla að hlaupa hálfmaraþon fyrir mömmu og Krabbameinsfélagið. Mér þætti vænt um allan stuðning.
Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir.
Markmið félagsins eru að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa sjúkdóminn af og bæta lífsgæði þeirra.
Áfram Team Helga! Við gefumst aldrei upp!
Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Nýir styrkir