Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!



Laugardagurinn næstkomandi verður margfölld áskorun!
Ég og Albert Þorbergsson ætlum að leiða 2:00 hópinn í Reykjavíkur hálfmaraþoni – sem hraðastjórar með pace 5:41 mín/km.
Það bætir aðeins við spennustigið að ég hef ekki hlaupið þessa vegalengd eða æft sérstaklega fyrir hana í rúma 6 mánuði 😅
En með góðu hvatningarliði og smá þrautseigju er allt hægt!
Ofan á þetta fékk ég áskorun sem ég get ekki skorast undan: að hlaupa fyrir Stígamót.
Stígamót hafa í áratugi lagt mikinn metnað í að styðja fólk úr öllum stigum samfélagsins – óháð aldri, kyni eða bakgrunni – og veita stuðning þeim sem á þurfa að halda: þolendum, aðstandendum, gerendum og öllum sem málið varðar.
Þetta er starf sem skiptir sköpum – og sem ég vil leggja mitt af mörkum til að styðja.
Þú getur tekið þátt með því að heita á okkur – hvort sem það er há fjárhæð eða lítil – margt smátt gerir eitt stórt… eða nokkur stór – risastórt! 💪
Mættu á hlíðarlínuna að hvetja okkur áfram og/eða styrktu gott málefni– allt skiptir máli.
Við hlaupum einnig fyrir góðan vin sem er að hefja brekkuspretti í hlaupi sem kom óvænt inn í prógramið - hann mun sigra það hlaup eins og allt annað sem hann tekur sér fyrir hendur.
Styrktu hlaupið – styrktu lífið - Lífið er núna -
Stígamót
Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót veita einnig aðstandendum bæði brotaþola og gerenda ráðgjöf. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
Nýir styrkir