Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Síðast hljóp ég árið 1995 - og fannst vera tilefni til að gera það aftur núna eftir 30 ár. Á nú ekki von á betri tíma en það verður örugglega jafn gaman.
Bæði Björgvin bróðir minn og dóttir hans eru með CCU - Crohn's.
CCU samtökin hafa það að markmiði að styðja við nýgreinda einstaklinga og veitir ekki af þegar einstaklingar, fullorðinir og börn greinast með óalgengan, ólæknandi sjúkdóm.
Ég ætla því að hlaupa fyrir þessi samtök og vona að þið eigið eins og einn þúsundkall eða meira til að styrkja þessi bráðnauðsynlegu samtök
CCU samtökin
CCU samtökin voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök einstaklinga með Svæðisgarnabólgu - Crohn’s sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa. Helstu markmið samtakanna er að styðja við þá sem greinast og stuðla að aukinni almennri fræðslu. Frekari upplýsingar um samtökin og sjúkdómanna má finna á heimasíðu CCU; www.ccu.is.
Nýir styrkir