Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!

Jón Ólafur er 8 ára og elskar íþróttir. Hann æfir bæði körfubolta og fótbolta með Fjölni.
Jón Ólafur vill að öll börn fái sömu tækifæri til þess að æfa íþróttir óháð efnahag fjölskyldu. Hann veit hversu mikla gleði íþróttir geta fært börnunum og finnst mikilvægt að öll börn geti æft þær íþróttir sem þeim langar og geti náð markmiðum sínum. Þess vegna ákvað Jón að hlaupa fyrir minningarsjóð Ölla ❤️❤️
Minningarsjóður Ölla
Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem lést af slysförum árið 2000 aðeins 18 ára gamall. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum.
Nýir styrkir