Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég og Kolbrún ætlum að hlaupa fyrir vinkonu hennar hana Svövu Dís sem greindist nýverið með drómasýki.
Drómasýki er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem hefur djúp áhrif á svefnkerfi líkamans og allt daglegt líf.
Hún glímir við stöðuga þreytu, skyndilega vöðvalömun(cataplexiu), einbeitingarerfiðleika og félagslegar áskoranir.
Leiðin að greiningu var löng og erfið. Hún fékk ekki þann skilning sem hún þurfti og á meðan leið henni eins og hún væri ein í heiminum.
En þegar loksins var hlustað, var það af yndislegum lækni sem sýndi þeim hlýju, mannúð og fagmennsku.
Þetta sýnir að vandinn liggur ekki í fólkinu, heldur í því að kerfið býður ekki upp á sérhæfingu, fræðslu né úrræði fyrir börn með drómasýki á Íslandi.
Það er engin sérfræðingur í drómasýki á Íslandi. Skortur er á fræðslu, meðferðarleiðbeiningum og úrræðum. Fjölskyldur þurfa sjálfar að finna leiðir – oft í óvissu, einangrun og án stuðnings.
Í dag er Svava Dís á lyfjum sem hafa bætt lífsgæði hennar mikið, en þetta er langvarandi ástand sem mun fylgja henni alla ævi.
Við þurfum að gera betur fyrir börn eins og hana.
Þess vegna ætlum við að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu 2025, til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna.
Umhyggja mun nýta fjármagnið sem safnast til að styðja sérstaklega við börn með drómasýki og fjölskyldur þeirra – og vinna að aukinni fræðslu og skilningi.
Þreytt – en þrjósk.
Hvert skref er fyrir Svövu Dís – og fyrir þá sem berjast í hljóði, ósýnileg í samfélaginu.Takk fyrir að styðja okkur. Hvert framlag skiptir máli 💙
Umhyggja - félag langveikra barna
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru 18 félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Félagið veitir fjölskyldum langveikra barna margs konar stuðning, svo sem sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, orlofshúsadvöl, námskeið og fjárstyrki. Hlaupararnir okkar fá hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast hlaupabol og buff á skrifstofu félagsins í ágúst í samráði við starfsfólk, umhyggja@umhyggja.is eða sími 5524242.
Nýir styrkir
















