Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég er að hlaupa mitt fyrsta maraþon 🏃♂️ og ákvað að safna fyrir Umhyggju, félag langveikra barna. Börn og fjölskyldur þeirra þurfa að takast á við hluti sem enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum 💔 og mér finnst mikilvægt að styðja það starf sem Umhyggja er að vinna. Með því að leggja inn hér hjálpar þú mér að hjálpa þeim 🙏❤️
Umhyggja - félag langveikra barna
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru 18 félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Félagið veitir fjölskyldum langveikra barna margs konar stuðning, svo sem sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, orlofshúsadvöl, námskeið og fjárstyrki. Hlaupararnir okkar fá hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast hlaupabol og buff á skrifstofu félagsins í ágúst í samráði við starfsfólk, umhyggja@umhyggja.is eða sími 5524242.
Nýir styrkir

















