Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að skokka 10 km í Reykjavíkur maraþoninu og safna um leið áheitum fyrir Hjartavernd.
Ég vel Hjartavernd þar sem félagið stuðlar að heilbrigði hjarta- og æðakerfis. Markmið þeirra er m.a að fræða almenning um áhættuþætti hjarta-og æðasjúkdóma, styðja forvarnir og efla rannsóknir.
Pabbi fékk hjartaáfall fyrir um þremur mánuðum síðan og dvelur á spítala sökum þess.
Hann er sönnun þess að þessi áföll eru lúmsk og því mikilvægt að þekkja einkennin og leita sér strax læknisaðstoðar.
Ég yrði afar þakklát ef þið væruð til í að heita á kjellu og láta gott af ykkur leiða ❤️
Hjartavernd
Árið 1964 voru samtökin Hjartavernd stofnuð og hóf Rannsóknarstöð Hjartaverndar starfsemi 1967 með viðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar með áhersla á að finna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sem voru og eru algengasta dánarorsök karla og kvenna á Íslandi. Hjartavernd er rekin án hagnaðarvonar. Markmiðið er að finna áhættuþætti langvinnra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilunar og efla forvarnir, ungra sem aldna.
Nýir styrkir