Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Hrafnhildur Rósa Gudmundsdottir

Hleypur fyrir Einhverfusamtökin

Samtals Safnað

15.000 kr.
100%

Markmið

15.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég hleyp fyrir Einhverfusamtökin vegna þess að málefnið er mér mjög kært. Ég á dreng á einhverfurófi sem hefur kennt mér ómetanlega hluti um lífið, fjölbreytileikann og það að sjá heiminn með nýjum augum. Ferlið að fá greiningu og viðeigandi stuðning hefur þó verið langt, flókið og oft erfitt. Það hefur sýnt mér hve mikilvægt er að til sé sterkt bakland sem vinnur að bættum réttindum og stuðningi fyrir einstaklinga á einhverfurófi og fjölskyldur þeirra.


Með því að hlaupa vil ég leggja mitt af mörkum til þess að styrkja samtökin sem standa vörð um okkar börn og minna á hve miklu máli skiptir að samfélagið sé opið, skilningsríkt og styðjandi.

Einhverfusamtökin

Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1070. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Álfheiður Jónsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér vel
Árný Rós Böðvarsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Ánægð með þig ❤️
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér vel

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Gatorade
  • Holdur Car Rental Iceland