Hlauparar

Katharina Sibylla Jóhannsdóttir
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er liðsmaður í Hlaupið fyrir Heklu
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa 10 km til minningar um vinkonu mína, Heklu, sem lést í nóvember á síðasta ári eftir erfiða baráttu við krabbamein.
Hekla var falleg, forvitin og lífsglöð manneskja sem hafði einstakt lag á að gleðja aðra með orkunni sem hún gaf frá sér. Hún var hjartahlý, skemmtileg og tók öllum með opnum örmum. Ég er þakklát að hafa fengið að kynnast henni og tel það heiður að hafa fengið að vera hluti af lífi hennar. Með hlaupinu vil ég heiðra bæði minningu hennar og þann ótrúlega styrk sem hún sýndi á meðan á baráttunni stóð.
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir