Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp 10 km fyrir Endósamtökin, málefni sem er mér mikilvægt.
Ég greindist sjálf með endómetríósu og adenomyosis, þar sem legslímhúðafrumur vaxa inn í legvöðvann, sjúkdómurinn veldur miklum verkju, ekki aðeins í leginu heldur um allan líkamann. Greiningarferlið tók heil 7 ár en eftir legnám árið 2022 öðlaðist ég nýtt líf.
Með þessu hlaupi vil ég
💛 styðja þau sem enn glíma við sjúkdóminn
💛 vekja athygli á mikilvægi fræðslu og skilnings
💛 safna áheitum til að styrkja frábært starf Endósamtakanna.
Endósamtökin veita ómetanlegan stuðning, fræða samfélagið og berjast fyrir bættri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur sem lifum með þessum sjúkdómi.
Allur stuðningur skiptir máli. Stórt sem smátt.
Takk fyrir að hjálpa mér að leggja mitt af mörkum 💪💜
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Endósamtakanna. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir

















