Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!

Ég hleyp fyrir mig og mömmu mína og allar konur greindar með Endó eða í Greiningarferli.
Ég og Mamma mín erum báðar með Endómetriósu,
Að þurfa flakka á milli allskonar og alltof marga lækna sárkvalin, öskrandi úr grátum að maður geti varla staðið í fæturnar en það eina sem maður fær er send heim með “komdu aftur ef þetta versnar” sem er svo alltof ósanngjarnt.
Það eru alltof margar konur sem fá ekki svörin sem þær þurfa eða hjálpina sem þær óskast eftir!💛
Ég vel að hlaupa fyrir Endósamtökin vegnaþess að ég vil sýna stuðning, auka vitund og safna fyrir mikilvægu starfi samtakanna.💛
Knús til ykkar allra!❤️
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Endósamtakanna. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir