Hlaupastyrkur

Um átakið

Frá árinu 2007 hafa þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka getað hlaupið til styrktar góðu málefni. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst er nú komin yfir 1.064 milljónir. Tugir miljóna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið ár hvert. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni.

Allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka má finna á vef hlaupsins www.rmi.is. Þar fer einnig fram skráning í hlaupið. Til að hlauparar geti safnað áheitum á hlaupastyrkur.is þurfa þeir fyrst að skrá sig í hlaupið.

Skráningarkerfi hlaupsins er keyrt í gegnum vef sem heitir Corsa. Þegar þátttakendur fara inná mínar síður eru þeir inná Corsa vefnum. Þar er hægt að gera breytingar á skráningum , gera nafnabreytingu, sækja kvittun, bæta sér í hlaupahóp og margt fleira.

Skráðu þitt góðgerðarfélag til leiks

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er opin fyrir góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi og eru með starfandi stjórn og kennitölu. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga. Miðað er við að félög í áheitasöfnuninni hafi eitthvert af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, áhugamannafélag eða sjálfseignarstofnun sem ekki stundar atvinnurekstur.

Ábyrgðaraðilar nýrra félaga sem vilja taka þátt skulu senda upplýsingar um kennitölu og bankareikning félags á netfangið aheit@marathon.is.

Enginn kostnaður verður dreginn af söfnuðu fé, stærsti samstarfsaðili hlaupsins, Íslandsbanki, greiðir allan kostnað við áheitasöfnunina.

Fyrirspurnir vegna áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons skulu sendar á tölvupóstfangið aheit@marathon.is.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade