Hlauptu til góðs

Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Þeir sem velja að hlaupa til góðs fá sérstakt svæði á áheitavefnum hlaupastyrkur.is þar sem þeir geta sett inn mynd af sér og hvatt fólk til að heita á sig.

Árið 2019 var metár þegar skráðu 6.145 hlauparar sig á hlaupastyrkur.is og söfnuðu rúmum 167 milljónum til góðra málefna. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Góðgerðafélögin sem taka þátt í áheitasöfnuninni á hlaupastyrkur.is fjölmenna mörg út á götu og hvetja hlaupara til dáða á hlaupdag. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd vekur það mikla gleði bæði hjá hlaupurum og hvatningarfólkinu sjálfu.

Hlaupari að taka mynd af hvatningarstöð góðgerðafélags á hlaupum

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade