Marksvæði og hraðahólf
Þátttakendur í 10 km hlaupi leggja af stað í Lækjargötu

Mikilvægt er að allir hlauparar kynni sér skipulag á marksvæðinu í Lækjargötu. 10, 21 og 42 km hlauparar fara af stað á báðum akbrautum Lækjargötu. 10 km koma í mark vestan megin en 21 og 42 km koma í mark austanmegin. Skemmtiskokk hefst og endar vestan megin í Lækjargötu. Marksvæðið er eingöngu fyrir þátttakendur og aðstandendur þurfa að vera fyrir utan marksvæði. Hvíldarsvæði er eingöngu fyrir maraþonhlaupara.

Teikning af markvæðinu í Lækjargötu.

Starfsmenn hlaupsins halda uppi hraðahólfshöttum.
Hraðahólf

Þátttakendur í öllum vegalengdum koma til með að hlaupa á mismunandi hraða. Þar sem fjöldi er mikill og til að forðast þrengsli í upphafi og árekstrum og frammúrtöku á fyrstu km, er mikilvægt að þátttakendur áætli hlauphraða sinn og finni viðeigandi hraðahólf í Lækjargötu.

Á meðfylgjandi korti er yfirlit um staðsetningu og lit hraðahólfa þar sem merking vísar til lokatíma hlaupsins. Merkingar á staðnum verða með þeim hætti að hvert hólf verður afmarkað með skilti í ákveðnum lit með áætluðum loka tíma.

Gula hraðahólfið er fyrir keppnishlaupara sem eiga möguleika á að vera í fremstu sætum í sinni vegalengd og eiga tíma sem er minni en 1:35 í hálfu maraþoni eða minni en 40 mínútur í 10 km hlaupi. Næst hraðastir fara í rautt hólf, síðan grænt, þá blátt, síðan svart, svo hvítt og að lokum fjólublátt. Til þess að gæta öryggis allra þátttakenda þurfa þeir sem eru í hjólastól með og án fylgdarmanna og þeir sem hlaupa 10 km á meira en 65 mínútum, að hefja hlaup í aftasta hólfi. Þeir sem búa ekki yfir reynslu til að geta metið áætlaðan hraða sinn er einnig bent á að staðsetja sig í aftasta hólfi.

Í 10 km hlaupi er miðað við lokatíma á 5 mínútna bili í hverju hólfi. Maraþon og hálfmaraþon er startað á sama tíma og blandast þátttakendur í hólfum án tillits til vegalengdar. Merking hólfa á við lokatíma í hálfmaraþoni. Þeir sem hlaupa maraþon taka mið af því út frá eigin markmiðum.

Athugið að flögutímataka er í hlaupinu og því fá allir hlauparar sinn persónulega tíma frá því þeir fóru yfir marklínuna og þangað til þeir komu í mark. Sjá nánar um tímatöku hér.

Hraðastjórar verða staðsettir innan hraðahólfa, merktir blöðrum með ákveðnum tíma. Ræst verður af stað í öllum tímatökuvegalengdum báðu megin Lækjargötu.

Hér er hægt að ná í stærri útgáfu af kortinu.

Teikning af hraðahólfum í 10 km ræsingu og hálfu og heilu maraþoni.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.