Um myndatökur

Myndataka hvers konar í atvinnuskyni á afgirtu marksvæði Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í og við Lækjargötu er háð leyfi.

Myndatökur á marksvæði

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur leyfi frá Reykjavíkurborg til að girða af svæði í og við Lækjargötu þar sem hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka koma í mark. Aðeins hlauparar og starfsmenn hlaupsins hafa leyfi til að vera inná afgirtu marksvæði. ÍBR getur gefið fulltrúum fjölmiðla og ljósmyndurum leyfi til að fara inná marksvæði hlaupsins samþykki þeir eftirfarandi reglur:

  • Myndir sem teknar eru á lokuðu marksvæði í og við Lækjargötu má birta í fréttum í tengslum við viðburðinn Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
  • Óheimilt er að selja myndir teknar á lokuðu marksvæði nema með leyfi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Svæðið er afmarkað með girðingum og er í Lækjargötu frá Skólabrú að Tjörninni og í Vonarstræti frá Lækjargötu að Templarasundi.
  • Leyfishafi skal hafa á sér þar til gerðan passa sem gefinn er út af Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Leyfi til myndatöku þarf að sækja um fyrirfram til Íþróttabandalags Reykjavíkur svo og vegna allrar annarar athafnasemi á marksvæðinu. Fyrirspurnir og erindi varðandi leyfi til myndatöku berist til Önnu Lilju, upplýsinga- og samskiptastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur, á netfangið [email protected].

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.