Upplifðu Reykjavík

Menningarnótt

Reykjavíkurborg hefur heldur betur upp á margt að bjóða og þá sérstaklega í kringum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ár hvert. Afmæli Reykjavíkurborgar, betur þekkt sem Menningarnótt fellur allra jafna á sama dag og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman.

Hægt er að kynna sér allt það helsta sem Menningarnótt hefur upp á að bjóða hér.

Upplifðu miðborgina

Þú finnur fjölbreyttasta úrval landssins af verslunum, veitingastöðum, þjónustu og viðburðum í miðborg Reykjavíkur. Hér geturu séð nánari upplýsingar um okkar skemmtilegu borg!

Viltu kynnast Reykjavík á nýjan og spenanndi hátt? Þá er um að gera að kynna ser "Hopparann". Það er kostur að geta hoppað inn og út úr Borgarhopparanum á eigin tíma. En það er óneitanlega líka kostur að þurfa ekki að kljást við umferðina í bíl á Miklubrautinni og leita að bílastæði í miðbænum. Njóttu ferðalagsins á milli 16 mismunandi stöðva í Reykjavík og við sjáum um umferðina. Frekari upplýsingar hér.

Gistimöguleikar

Íslandshótel - Borgarferð, náttúra, góður matur og almenn stemning. 17 hótel í kringum landið. Bókaðu beint - Besta verðið alltaf!

https://www.islandshotel.is/is/tilbod/

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade