10 km

Fyrsta 10 km hlaupið fór fram árið 1993 en þá tóku 1.131 þátt í 10 km vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 3500-5000 hlauparar verið skráðir til þátttöku í 10 km vegalengd Reykjavíkurmaraþons.

10 km er ræst einum tíma eftir maraþon og hálfmaraþon.

10 km vegalengdin hentar flestum sem hafa náð 12 ára aldri og er ekki æskilegt að yngri börn taki þátt. Mikilvægt r að muna að öll börn yngri en 18 ára eru á ábyrgð forráðamanns.

    Þátttakendur

    Öll sem eru 12 ára eða eldri geta skráð sig og tekið þátt í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Fólk með vagna og kerrur mega taka þátt í þessari vegalengd en skulu stilla sér upp aftast í starti. Best er að stilla sér upp við Skothúsveg/Fríkirkjuveg.

    Skráning

    Skráning í 10 km fer fram hér á vefnum rmi.is eða við afhendingu gagna í Laugardalshöll. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

    Hlaupaleiðin

    Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga:

    Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, og Lækjargata. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

    Drykkjarstöðvar

    Á 10 km leiðinni eru 2 drykkjarstöðvar, við Eiðistorg og Eiðisgranda. Að lokum er síðasta stöðin í marki á Lækjargötu/Fríkirkjuvegi við Fríkirkjuna.

    Salernisaðstaða

    Færanleg salerni eru við hverja drykkjarstöð auk þess við rás- og endamarksvæði. Sjáðu kort af rás- og endamarki hér.

    Verðlaun

    Verðlaun eru veitt fyrir 1.-3. sæti í karla-, kvenna- og kváraflokki, er keppendur eru 3 eða fleiri í hverjum flokk. Einnig eru veitt aldursfokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum kynjaflokki en þau eru veitt þriðjudaginn eftir hlaup.

    Tímataka

    Sjálfvirk tímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður sem samanstendur af mottum í rás- og endamarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum.

    NÁNARI UPPLÝSINGAR

    Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþonið hér.

Loading...

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade