Þjónusta
Myndin sýnir dæmi um drykkjarstöð úr hlaupinu.

Eftirfarandi eru upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er hlaupurum á hlaupdag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

  
 Fatageymsla

  Fatageymsla

  Upplýsingamiðstöð á hlaupdegi verður í Menntaskólanum í Reykjavík (MR). Þar geta keppendur komið fatnaði og öðru dóti fyrir í geymslu. Starfsmenn vakta geymsluna en þó er engin ábyrgð tekin á fjármunum sem þar eru geymdir. Opnunartími fatageymslu er frá kl. 7:00-16:30.

  
 Óskilamunir

  Óskilamunir

  Farið verður með alla óskilamuni í upplýsingamiðstöðina í MR á hlaupdegi. Opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar er kl. 7:00-15:00. Eftir hlaupið verður hægt að nálgast óskilamuni alla virka daga á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur á Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Símanúmerið á skrifstofunni er 535 3700.

  
 Skyndihjálp

  Skyndihjálp

  Sjúkragæsla með lækni og hjúkrunarfræðingum er á marksvæði að loknu hlaupi. Aðstoð á meðan hlaupinu stendur á hlaupaleið veita almennir starfsmenn hlaupsins. Sú þjónusta felst í því að hringja eftir þeirri hjálp sem þarf hverju sinni.

  
 Salerni

  Salerni

  Færanleg salerni verða við Menntaskólann í Reykjavík og nálægt 4,5km, 8km, 13km, 16km, 20km, 24,1km, 27,2km, 30,5km, 34km, 37km og 40km. Sjá nánar á korti af hlaupaleiðum.

  
 Drykkjarstöðvar

  Drykkjarstöðvar

  Drykkjarstöðvar eru á um það bil fjögurra kílómetra fresti. Þar er boðið upp á Gatorade íþróttadrykk (fremst) og vatn (aftar). Keppendum í maraþoni er einnig boðið upp á banana á annari hvorri drykkjarstöð á seinni helming leiðarinnar. Í Lækjargötu, við endamarkið, er drykkjarstöð fyrir allar vegalengdir. Sjá nánar á kortum af hlaupaleiðum.

  Nákvæmar staðsetningar drykkjarstöðva eru: 4,5 km, 8 km, 12 km, 16,1 km, 20 km, 24 km, 27 km, 29,7 km, 33km, 36,4 km og 39,2 km. Hægt er að fá eigin drykki flutta á drykkjarstöðvar við 20 km, 27 km og 33 km. Afhenda þarf drykkina í merktum flöskum með hlaupanúmeri þátttakanda á úrlausnaborði á skráningarhátíð í Laugardalshöll daginn fyrir hlaup.

  
 Hlaupaleiðin

  Hlaupaleiðin

  Hlaupaleiðin er merkt með örvum með neon spreyi. Fjöldi hlaupinna kílómetra má sjá reglulega á skiltum eða appelsínugulum keilum. Því miður er leiðin ekki algerlega lokuð fyrir akandi umferð og því eru hlauparar beðnir að fara varlega. Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðum.

  
 Sund

  Sund

  Reykjavíkurborg býður öllum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í sund á hlaupdag eða daginn eftir hlaup. Framvísa þarf sundmiða sem fylgir með í hlaupagögnum hlaupara til að fá frían aðgang. Smellið hér til að skoða upplýsingar um sundlaugarnar í Reykjavík og opnunartíma þeirra.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.