Kort af hlaupaleiðum

Kort

Kortið hér að neðan er lifandi kort af hlaupaleiðinni sem gæti tekið breytingum fram að hlaupi. Ein stór breyting hefur verið gerð í ár. Rásmarkið hefur verið fært á Sóleyjargötu en hlaupið mun enda á sama stað og áður, í Lækjargötu.

Hlaupaleiðin er merkt með skiltum við beygjur en auk þess er gatan máluð með spreyi (aðallega maraþon). Fjöldi hlaupinna kílómetra má sjá reglulega á skiltum eða appelsínugulum keilum. Því miður er leiðin ekki algerlega lokuð fyrir akandi umferð og því eru hlauparar beðnir að fara varlega.

Hæðarkort

Smelltu á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

Heildar hækkun í heilu maraþoni er 174 m.

Hæðakort af maraþon hlaupaleiðinni.

Hæðakort af 21.1 km leiðinni.

Hæðakort af 10 km leiðinni.

Rás- og endamark 2020

Breytt skipulag verður á marksvæðinu í ár. Ræst verður frá Sóleyjargötu en þátttakendur koma í mark í Lækjargötu eins og venjan er. Þátttakendum er bent á að raða sér upp á Skothúsvegi fyrir hlaup. Þau bílastæði sem næst eru marksvæðinu eru við Háskóla Íslands, Norræna húsið og Þjóðarbókhlöðuna. Hér að neðan má sjá kort af marksvæðinu.

Marksvæði 2020

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.