Truflun á umferð

Vegna takmarkaðs fjölda bílastæða í miðbænum eru hlauparar hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Lögreglan mun sekta alla sem leggja ólöglega.

TRUFLUN Á UMFERÐ laugardaginn 18. ágúst 2018 vegna Reykjavíkurmaraþons

Líkt og undanfarin 34 ár er nauðsynlegt að loka götum á meðan Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Búast má við truflun á umferð meðan á hlaupi stendur og því þurfa hlauparar, bílstjórar og aðrir vegfarendur að gæta varúðar.

Eftirfarandi eru upplýsingar um lokanir á vegum Reykjavíkurmaraþons en athugið að stór hluti miðbæjarins er auk þess lokaður vegna Menningarnætur, sjá nánar á menningarnott.is.

Lokanir á götum frá kl.00

Lækjargata milli Vonarstrætis og Bankastrætis

Lokanir á götum frá kl.04

Lækjargata milli Vonarstrætis og Hverfisgötu
Amtmannsstígur við Lækjargötu
Skólastræti
Þingholtsstræti
Skálholtsstígur
Fríkirkjuvegur til norðurs

Lokanir á götum frá kl.08-15

Kringlumýrarbraut norðan Borgartúns
Sæbraut að Holtavegi
Ingólfsstræti
Hverfisgata
Miðbik Skúlagötu, næst Ingólfsstræti

Einstefna frá kl.08-14

Austur Eiðsgranda
Austur Mýrargötu
Vestur Ægisíðu og Nesveg

Truflun á umferð frá kl.08-12

Skothúsvegur
Suðurgata að Melatorgi
Lynghagi
Suðurströnd
Lindarbraut
Norðurströnd
Hringtorg vestast á Hringbraut (lokað frá 09:00-12:00)
Ánanaust (lokað frá 09:00-12:00)
Hringtorg við enda Mýrargötu (lokað frá 09:00-12:00)
Fiskislóð (lokað frá 09:00-12:00)
Grandagarður (lokað frá 09:00-12:00)
Suðurgata
Hringbraut við Melatorg
Austast á Vesturgötu
Gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar
Vestast á Klettagörðum
Sundagarðar
Dalbraut
Gatnamót Suðurlandsbrautar og Reykjavegar
Álfheimar við Glæsibæ
Skeiðarvogur við Suðurlandsbraut
Rauðagerði
Stjörnugróf við Traðarland
Engjavegur frá Gnoðavogi að Skautahöll (lokað frá 9:30-12:00)

Göngustígar

Vegfarendur á göngustígum frá Fossvogsdal og út á Seltjarnarnes og með Eiðsgranda eru beðnir að víkja fyrir hlaupurum þennan dag.

Vegna takmarkaðs fjölda bílastæða í miðbænum eru hlauparar hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Lögreglan mun sekta alla sem leggja ólöglega. Gagnlegar upplýsingar um bílastæði og ferðir strætó má finna á vef Menningarnætur, menningarnott.is.

Hvenær fara hlauparar hjá?

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvenær hlauparar fara hjá vinsælum hvatningarstöðum á leiðinni.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.