Verðlaun

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Fyrstu þrír karlar og konur í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá einnig verðlaunagripi fyrir sinn árangur ásamt fleiri verðlaunum sem eru nánar tilgreind hér fyrir neðan. Þessi verðlaun eru veitt á sviðinu í Lækjargötu á hlaupdegi.

Verðlaunafé

Líkt og undanfarin ár eru veitt peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna í heilu og hálfu maraþoni. Í annað sinn í ár verða einnig veitt peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna í mark í 10 km hlaupinu. Verðlaunin eru í íslenskum krónum og eru eftirfarandi:

Vegalengd
1.sæti
2.sæti
3.sæti
Maraþon
150.000
100.000
50.000
Hálft maraþon
100.000
50.000
25.000
10 km hlaup
50.000
30.000
20.000

Eigi þrír fyrstu Íslendingarnir í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni ekki verðlaunasæti í heildarúrslitunum fá þeir sérstök peningaverðlaun. Verðlaunin eru veitt í íslenskum krónum og eru eftirfarandi:

Vegalengd
1.sæti
2.sæti
3.sæti
Maraþon
75.000
50.000
25.000
Hálft maraþon
50.000
30.000
20.000
10 km hlaup
25.000
15.000
10.000

  Brautarmet

  Sé brautarmet slegið er greiddur bónus, 50.000 kr. í hálfmaraþoni og 100.000 kr. í maraþoni. Þessi verðlaun verða veitt í Lækjargötu á hlaupdegi. Brautarmet í maraþoni karla á Ceslovas Kundrotas (LTU) 2:17:06 og maraþoni kvenna Angaharad Mair (GBR) 2:38:47. Benjamin Serem (KEN) á brautarmetið í hálfmaraþoni karla 1:04:09 en Martha Ernstdóttir (ISL) á brautarmet kvenna 1:11:40.

  Gjafabréf í flug

  Fyrsti karl og kona og fyrsti íslenski karl og íslenska kona í maraþoni og hálfu maraþoni fá gjafabréf í flug með WOW air. Í maraþoni fá fyrstu hlauparar 100.000 kr gjafabréf og fyrstu íslensku hlaupararnir 50.000 kr gjafabréf. Í hálfu maraþoni fá fyrstu hlauparar 50.000 kr gjafabréf og fyrstu íslensku hlaupararnir 25.000 kr gjafabréf.

  Verðlaunasæti

  Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá verðlaunagrip og vörur frá Camelbak auk verðlaunafés sem getið var um hér að ofan.

  Fyrstu Íslendingar

  Fyrstu þrír Íslendingar í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá eftirfarandi verðlaun:

  Auk þess fá fyrsti íslenski karl og íslenska kona í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni Vivo Active Garmin úr frá Garminbúðinni.

  Powerade sumarhlaupin

  10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hluti af mótaröð sem ber nafnið Powerade sumarhlaupin. Mótaröðin samanstendur af fimm hlaupum sem haldin eru af frjálsíþróttafélögunum í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþoni með stuðningi frá Powerade. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er síðasta hlaup mótaraðarinnar og þrír stigahæstu hlaupararnir fá afhend verðlaun í Lækjargötunni á hlaupdegi.

  Sveitakeppni

  Verðlaun eru veitt fyrstu sveit í 10 km, 21,1 km og 42,2 km. Sjá nánar um sveitakeppni hér. Verðlaun í sveitakeppni verða afhent á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur, Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöll), frá og með þriðjudeginum 21. ágúst. Þetta er gert til að tryggja að úrslit liggi örugglega rétt fyrir áður en verðlaunin eru afhent.

  Aldursflokkar

  Veitt eru aldursflokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti í aldursflokkum karla og kvenna. Aldursflokkaverðlaun verða afhent á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur, Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöll), frá og með þriðjudeginum 21. ágúst. Þetta er gert til að tryggja að úrslit liggi örugglega rétt fyrir áður en verðlaunin eru afhent. Nánar um aldursflokkakeppni má finna hér.

  Samstarfsaðilar

  Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.