Maraþon - 42,2 km

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 56 þátt í maraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 1500 hlauparar verið skráðir til þátttöku í maraþon Reykjavíkurmaraþons.

Maraþon er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu. Sagan segir að hann hafi ekkert stansað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér boðunum.

Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar hlaupi þessa vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra.

  Þátttakendur

  Öll sem eru 18 ára eða eldri geta skráð sig og tekið þátt í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalend, enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra. Athugið að tímatakmörk í hlaupinu er 6 og hálf klukkustund.

  Skráning

  Skráning í maraþonið fer fram hér á vefnum rmi.is eða við afhendingu gagna í Laugardalshöll. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

  Hlaupaleiðin

  Hlaupaleiðin er bæði skemmtileg og krefjandi. Hlaupið hefst á Sóleyjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Hlaupara fara þá í gegnum Ægisíðu, Granda, Sæbraut, Laugardal, Elliðaárdal, Bryggjuhverfi, Fossvog, Þingholtin og endar svo á Lækjargötu. Smelltu hér til að sjá kort af leiðinni. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).

  Drykkjarstöðvar

  Í maraþoninu eru í heildina 10. Fyrstu tvær eru fyrir hlaupara í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km, en þær eru við Eiðistorg og Eiðsgranda, næst eru tvær á Sæbraut, sú fyrri við Hörpu og seinni hjá snúningspunkti við Sundahöfn með Gatorade og vatni. Eftir það er stöð með ávexti við Hátún, stöð með drykkjum á Langholtsvegi og Naustabryggju, Fossvogur og Bergtaðastræti með ávexti og svo síðasta stöðin í marki á Lækjargötu við Miðbæjarskóla.

  Salernisaðstaða

  Færanleg salerni eru við hverja drykkjarstöð auk þess við rás- og endamarksvæði. Sjáðu kort af rás- og endamarki hér.

  Verðlaun

  Verðlaun eru veitt fyrir 1.-3. sæti í karla-, kvenna- og kváraflokki, er keppendur eru 3 eða fleiri í hverjum flokk. Einnig eru veitt aldursfokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum kynjalokki en þau eru veitt þriðjudaginn eftir hlaup.

  Tímataka

  Sjálfvirk tímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum.

  NÁNARI UPPLÝSINGAR

  Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþonið hér.

Loading...

Styrktaraðilar

 • Íslandsbanki
 • Corsa
 • Suzuki
 • ÍTR
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Gatorade