Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Pittsburgh Marathon tilkynna alþjóðlegt samstarf.

28. janúar 2026

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Dick´s Sporting Goods Pittsburgh Marathon tilkynntu í dag nýtt alþjóðlegt samstarf sem býður hlaupurum að upplifa tvo ólíka en jafnt ógleymanlega áfangastaði í gegnum sameiginlega ástríðu fyrir hlaupum.

Samstarfið tengir orkumikla og hverfa miðaða keppnishelgi Pittsburgh við útsýnisríka og samfélagslega maraþon upplifun Reykjavíkur og skapar þannig ný tækifæri til hlaupaferðalaga, menningarsamskipta og alþjóðlegrar frásagnar. Saman stefna viðburðirnir að því að hvetja hlaupara til að kanna heiminn, eina endamarkslínu í einu.

„Í grunninn snúast bæði maraþonin um að leiða fólk saman, hvetja til heilbrigðs lífsstíls og skapa augnablik sem fylgja hlaupurum löngu eftir að þeir fara yfir endamarkslínuna” segiri Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, hlaupastýra Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka býður upp á einstakt tækifæri til að hlaupa í nyrstu höfuðborg heims, með brautum sem sýna litrík stræti, strand útsýni og partý stemningu þar sem íbúar borgarinnar taka virkan þátt í gleðinni á hlaupadeginum og hinsvegar í umhverfi sögulegra brúa Pittsburgh, árbakka og einstakrar hverfa er Pittsburgh maraþon þekkt fyrir óviðjafnanlegan áhorfendastuðning og partý stemningu, þar sem heilu samfélögin raða sér meðfram brautinni til að hvetja hlaupara áfram um borg meistaranna. 

„Fyrir hlaupara sem elska að ferðast, opnar þetta samstarf dyr að ógleymanlegum upplifunum á óskalistanum, tveimur mjög ólíkum hlaupum sem sýna hjarta, karakter og fegurð borganna” sagði Troy Schooley, forstjóri P3R sem sér um rekstur Pittsburgh maraþonsins. „Bæði maraþonin eru knúin áfram af samfélögum sínum, og þetta samstarf gerir okkur kleift að draga fram fólkið, hverfin og sjálfboðaliðana sem gera keppnisdaginn sérstakan í Pittsburgh og Reykjavík”.

Sem systramaraþon munu viðburðirnir tveir vinna saman að áfangastaðamiðraðri frásögn, varpa ljósi á hlaupara sem ferðast á milli og Pittsburgh og Íslands og skoða möguleika á sérsniðnum ferðatækifærum sem hvetja þátttakendur til að “Hlaupa Pittsburgh, upplifa Reykjavík og öfugt.”

„Visit Reykjavík er afar spennt að ganga til samstarfs við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, í þessu spennandi samstarfi við Pittsburgh Marathon og VisitPITTSBURGH. Þetta samstarf styrkir ekki aðeins tengslin milli tveggja öflugra hlaupasamfélaga, heldur undirstrikar einnig Reykjavík sem framúrskarandi áfangastað fyrir hlaupara, sérstaklega þegar við undirbúum okkur fyrir hlaupið í ár” sagði Kristján Bjarki Jónasson verkefnastjóri hjá Visit Reykjavík.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Gatorade
  • Holdur Car Rental Iceland